• Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
  • Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
  • Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
  • Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
  • Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
  • Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
  • Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
  • Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Fréttir | 14. mars 2024

Búnaðarþing

Forseti flytur ávarp við setningu Búnaðarþings sem haldið er í Reykjavík. Í máli sínu minnti forseti meðal annars á nauðsyn þess að haldið sé í gömul og góð gildi en að við njótum um leið nýrra og ferskra strauma; rangsnúin fortíðarþrá muni aðeins hamla framförum og vellíðan í sveitum landsins. Einnig nefndi forseti hve brýnt væri að fyllast kappi frekar en bölmóði þótt vissulega verði raunsæi að ráða för í dagsins amstri. Að ávarpi forseta loknu sungu þinggestir saman "Fyrr var oft í koti kátt", kvæði Þorsteins Erlingssonar við lag Friðriks Bjarnasonar.

Ávarp forseta má lesa hér. Upptöku af ávarpinu og fjöldasöngnum má sjá hér á vef Vísis.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar