Forseti afhendir viðurkenningar til blóðgjafa sem gefið hafa blóð 150 sinnum eða oftar í tímans rás. Blóðgjafafélag Íslands stendur að viðurkenningum til blóðgjafa og í þetta sinn urðu eftirtaldir þessa heiðurs aðnjótandi: Birgir Birgisson, Björgvin Garðarsson, Eðvald Möller, Eyjólfur Ingimarsson, Jens Pétur Jóhannsson og Oddur Valur Þórarinsson, sem hafa gefið blóð 150 sinnum; Jón Svavarsson sem hefur gefið blóð 175 sinnum; og Davíð Stefán Guðmundsson og Hinrik Olsen sem hafa gefið blóð 200 sinnum.