Forseti tekur á móti Mari Järsk og Elísu Kristinsdóttur, ofurhlaupurum sem settu nýlega Íslandsmet í bakgarðshlaupi. Mari hljóp 57 hringi í þeirri þrekraun og Elísa hring minna og bættu þannig fyrra met sem var 51 hringur. Það gerði einnig Andri Guðmundsson sem lauk einum hring meira. Íþróttin snýst um að hlaupa þarf 6,7 km hring á klukkutíma fresti. Mari og Elísa lýstu hlaupinu fyrir forseta, undirbúningi fyrir það og þeim áskorunum sem við er að etja. Mari er nú í 7.-8. sæti á heimslista bakgarðshlaupa og Elísa í því níunda.
Fréttir
|
10. maí 2024
Ofurhlauparar
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt