• Eiríkur Jónsson yfirlæknir, sæmdur riddarakrossi fyrir framlag til þvagfæraskurðlækninga og heilbrigðisþjónustu.
  • Fannar Jónasson bæjarstjóri, sæmdur riddarakrossi fyrir þjónustu í þágu samfélagsins á tímum hamfara.
  • Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur, sæmd riddarakrossi fyrir rannsóknir, miðlun og varðveislu menningar tengda íslenskum þjóðbúningum.
  • Jóna Dóra Karlsdóttir, stofnandi og fyrrverandi formaður Nýrrar dögunar, sæmd riddarakrossi fyrir frumkvöðlastarf til stuðnings syrgjendum og fyrir að stuðla að opinni umræðu um sorg og sorgarviðbrögð.
  • Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi skátahöfðingi, sæmd riddarakrossi fyrir störf í þágu skátahreyfingarinnar.
  • Ómar Einarsson, fyrrverandi sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, sæmdur riddarakrossi fyrir framlag og frumkvæði í íþrótta-, tómstunda- og velferðarmálum.
  • Rósa Björk Barkardóttir sameindalíffræðingur, sæmd riddarakrossi fyrir framlag til vísinda og krabbameinsrannsókna.
  • Sigrún Steinarsdóttir Ellertsen, stofnandi og umsjónarmaður Matargjafa, sæmd riddarakrossi fyrir framlag til mannúðarmála í heimabyggð.
  • Stefán Baldvin Sigurðsson, fyrrverandi háskólarektor, sæmdur riddarakrossi fyrir störf í þágu menntunar, vísinda og félagsmála.
  • Svanur Ingvarsson, kennari og húsasmíðameistari, sæmdur riddarakrossi fyrir framlag í þágu íþróttastarfs fatlaðra.
  • Þorvaldur Jónsson bóndi, sæmdur riddarakrossi fyrir félags- og menningarstörf í héraði.
  • Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, sæmdur riddarakrossi fyrir frumkvöðlastarf og nýsköpun á vettvangi sjávarútvegs.
  • Þórey S. Kemp Guðmundsdóttir íþróttakennari, sæmd riddarakrossi fyrir framlag til íþróttaiðkunar kvenna og heilsueflingar aldraðra.
  • Þórhallur Sigurðsson, leikari og leikstjóri, sæmdur riddarakrossi fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og brautryðjendastarf í barnaleikhúsi. 
  • Dísella Lárusdóttir óperusöngkona, sæmd riddarakrossi fyrir framlag til sönglistar.
  • Margrét Vilborg Bjarnadóttir, verkfræðingur og stofnandi PayAnalytics, sæmd riddarakrossi fyrir framlag til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar í þágu jafnlaunastefnu.
Fréttir | 17. júní 2024

Fálkaorðan

Forseti sæmir 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2024. Þau eru:

  • Dísella Lárusdóttir óperusöngkona, riddarakross fyrir framlag til sönglistar.
  • Eiríkur Jónsson yfirlæknir, riddarakross fyrir framlag til þvagfæraskurðlækninga og heilbrigðisþjónustu.
  • Fannar Jónasson bæjarstjóri, riddarakross fyrir þjónustu í þágu samfélagsins á tímum hamfara.
  • Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur, riddarakross fyrir rannsóknir, miðlun og varðveislu menningar tengda íslenskum þjóðbúningum.
  • Jóna Dóra Karlsdóttir, stofnandi og fyrrverandi formaður Nýrrar dögunar, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf til stuðnings syrgjendum og fyrir að stuðla að opinni umræðu um sorg og sorgarviðbrögð.
  • Margrét Vilborg Bjarnadóttir, verkfræðingur og stofnandi PayAnalytics, riddarakross fyrir framlag til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar í þágu jafnlaunastefnu.
  • Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi skátahöfðingi, riddarakross fyrir störf í þágu skátahreyfingarinnar.
  • Ómar Einarsson, fyrrverandi sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, riddarakross fyrir framlag og frumkvæði í íþrótta-, tómstunda- og velferðarmálum.
  • Rósa Björk Barkardóttir sameindalíffræðingur, riddarakross fyrir framlag til vísinda og krabbameinsrannsókna.
  • Sigrún Steinarsdóttir Ellertsen, stofnandi og umsjónarmaður Matargjafa, riddarakross fyrir framlag til mannúðarmála í heimabyggð.
  • Stefán Baldvin Sigurðsson, fyrrverandi háskólarektor, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar, vísinda og félagsmála.
  • Svanur Ingvarsson, kennari og húsasmíðameistari, riddarakross fyrir framlag í þágu íþróttastarfs fatlaðra.
  • Þorvaldur Jónsson bóndi, riddarakross fyrir félags- og menningarstörf í héraði.
  • Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf og nýsköpun á vettvangi sjávarútvegs.
  • Þórey S. Kemp Guðmundsdóttir íþróttakennari, riddarakross fyrir framlag til íþróttaiðkunar kvenna og heilsueflingar aldraðra.
  • Þórhallur Sigurðsson, leikari og leikstjóri, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og brautryðjendastarf í barnaleikhúsi. 

Tveir orðuhafar voru staddir erlendis, þær Dísella Lárusdóttir og Margrét Vilborg Bjarnadóttir, og taka þær við orðunni við fyrsta tækifæri. 

Myndasafn frá orðuveitingu 17. júní 2024.

Pistill forseta: Hamingjuóskir til orðuhafa

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar