Forsetahjón taka á móti fólki sem hefur unnið að gerð varnargarða og annarri verndun innviða í og við Grindavík síðustu misseri. Alls komu fulltrúar um 50 fyrirtækja til Bessastaða. Forseti og forsetafrú þökkuðu hverjum og einum fyrir þeirra framlag í þágu Grindvíkinga og þjóðarinnar allrar. Þetta var síðasta gestamóttaka forsetahjóna á Bessastöðum.
Myndasafn frá móttöku vegna verndunar innviða í Grindavík.
Pistill forseta: Síðasta móttakan á Bessastöðum.