Bessastaðakirkja
Bessastaðakirkja er bændakirkja sem felur í sér að hún fylgir Bessastaðajörðinni og lýtur þar með forsjá embættis forseta Íslands.
Kirkjuhald á Bessastöðum á sér að líkindum þúsund ára sögu en núverandi kirkja var vígð árið 1796. Kirkjuna prýða steindir gluggar og ýmsir merkir munir og koma tugþúsundir ferðamanna á ári hverju til að skoða kirkjuna. Þá er mikið um hjónavígslur í Bessastaðakirkju. Almennt messuhald í kirkjunni er á vegum Bessastaðasóknar.