Forsetasetrið á Bessastöðum
Bessastaðir eru aðsetur forseta Íslands og jafnframt staður sem á sér mikilvægan sess í sögu landsins.
Forsetasetrið Bessastaðir er jörð á Álftanesi sem á sér sögu frá landnámstíð (sjá nánar hér). Í núverandi mynd eru Bessastaðir þyrping bygginga þar sem eru meðal annars Bessastaðastofa, móttökusalur, þjónustuhús, íbúðarhús forseta, íbúðarhús staðarhaldara og umsjónarmanns, Bessastaðakirkja og bílageymsla. Bessastaðastofa er heiti elstu byggingarinnar sem er sú sem stendur næst kirkjunni. Gestir geta heimsótt Bessastaði eins og nánar er lýst hér.