Heimsóknir á Bessastaði
Þúsundir gesta sækja Bessastaði heim á ári hverju. Hópar hafa getað skoðað staðinn eftir nánara samkomulagi en nú stendur það einnig einstaklingum til boða eftir því sem við verður komið.
Sá hluti Bessastaða, sem þannig er hægt að skoða, er Bessastaðastofa, að meðtöldum fornleifakjallara, móttökusal og bókhlöðu. Þau sem hafa hug á að skoðunarferð geta sent póst á netfangið forseti(hjá)forseti.is. Í kjölfarið verður haft samband og hentugur tími fundinn. Vinsamlegast skrifið „Skoðunarferð" í efnislínu póstsins, takið fram fjölda gesta ef um hóp er að ræða og óskir um tímasetningu. Skoðunarferðir um Bessastaði standa allajafna aðeins til boða á virkum dögum.