Ríkisheimsókn til Kanada
Forsetahjón heimsækja Kanada í boði Mary Simon landstjóra. Þetta var fyrsta ríkisheimsókn frá Íslandi til Kanada frá árinu 2000 og var markmið hennar að styrkja enn frekar hin margþættu tengsl landanna sem fögnuðu 75 ára afmæli stjórnmálasambands á síðasta ári. Jafnframt var ríkisheimsóknin sú fyrsta sem stjórnvöld í Kanada bjóða til eftir heimsfaraldurinn.