Ríkisheimsókn til Svíþjóðar 17.-19. janúar 2018
Ríkisheimsókn til Svíþjóðar 2018.
Forsetahjónum ekið í hestvagni að sænsku konungshöllinni.
Nokkur barnanna sem buðu forseta velkominn í opinbera heimsókn til Svíþjóðar.
Forseta ekið að konungshöllinni.
Carl XVI Gustaf Svíakonungur og forseti Íslands kanna heiðursvörð við konungshöllina í Stokkhólmi.
Forseti kynnir íslensku sendinefndina fyrir Svíakonungi.
Forseti Íslands og Svíakonungur ávarpa fjölmiðlamenn í konungshöllinni.
Forsetafrúin skoðar Bernadotte bókasafnið í sænsku konungshöllinni.
Forseti ritar nafn sitt í gestabók sænska þjóðþingsins að forseta þingsins viðstöddum.
Forseti ásamt gestgjöfum í sænska þjóðþinginu.
Við komuna í Ríkisdaginn, sænska þjóðþingið, þar sem forseti átti fund með þingforseta og nokkrum þingmönnum.
Forseti og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, á leið til fundar í sænska stjórnarráðinu.
Fundur forseta með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Eliza Reid forsetafrú flytur fyrirlestur í borgarbókasafni Stokkhólms.
Forseti ræðir við Silviu Svíadrottningu í hátíðarkvöldverði í konungshöllinni.
Forsetafrúin ávarpar gesti á fundi Íslandsstofu um ferðamennsku á Íslandi.
Forstjóri Karolinska Institutet ávarpar þjóðhöfðingja Íslands og Svíþjóðar og aðra góða gesti.
Frá kynningarfundi um smíði fjölbýlishúsa og annarra stórra bygginga úr timbri.
Forseti skoðar íbúð í fjölbýlishúsi úr timbri.
Forsetafrúin heilsar barni við komuna í ráðhús Stokkhólmsborgar.
Forsetahjónin og konungshjónin koma til hádegisverðar í ráðhúsi Stokkhólms.
Borgarstjóri Stokkhólms ræðir við gesti sína í gyllta salnum í ráðhúsinu.
Tignir gestir kvaddir í ráðhúsi Stokkhólmsborgar.
Frá heimsókn forsetahjóna í listasafnið á Waldemarsudde.
Forseti flytur fyrirlestur í stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla.
Rektor Stokkhólmsháskóla þiggur gjöf úr hendi forseta við lok fundarins þar sem forseti flutti fyrirlestur.
Sænsku konungshjónin koma til móttöku forsetahjóna ásamt syni sínum og tengdasyni.
Forseti Íslands og drottning Svíþjóðar ásamt fleiri gestum í móttöku forsetahjóna í Moderna muséet.
Carl XVI Gustaf Svíakonungur og Eliza Reid spjalla saman í Moderna muséet.
Ari Eldjárn skemmtir gestum í móttöku forsetahjóna í Stokkhólmi.
Upphaf heimsóknar í Landbúnaðarháskólann í Uppsölum.
Anna Jansson segir frá rannsóknum sínum á úthaldi íslenska hestsins.
Frá kynningarfundi í Ångström laboratoriet í Uppsölum.
Frá móttöku í Uppsalaháskóla.
Kórsöngvarar frá Vestur-Svíþjóð flytja tónlist í Uppsalaháskóla.
Konungur og forseti skoða gjöf Uppsalaháskóla til forseta Íslands ásamt rektor skólans.
Gestir komnir í bókasafn Uppsalaháskóla, Carolina Rediviva.
Forsetahjón skoða Uppsala-Eddu, hið merka handrit Snorra-Eddu, sem varðveitt er í Uppsölum.
Alice Bah Kuhnke, mennta- og lýðræðisráðherra Svíþjóðar, veitir íslensku fornsögunum viðtöku úr hendi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.
Forseti flytur ávarp og þakkar gestgjöfum í hádegisverðarboði landstjóra Uppsalaléns í Uppsalahöll.
Kveðjustund í Uppsalahöll: íslensku forsetahjónin kveðja sænsku konungshjónin.