Ríkisheimsókn Þýskalandsforseta
Heimsókn Frank-Walter Steinmeiers Þýskalandsforseta og konu hans Elke Büdenbender til Íslands 2019. Ljósmyndir: Gunnar G. Vigfússon.
Forseti Íslands kynnir móttökunefnd Íslendinga fyrir forseta Þýskalands.
Forsetarnir heilsa upp á skólakrakka sem mættir voru í móttökuathöfnina á Bessastöðum.
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og frú Elke Büdenbender ásamt forseta Íslands og forsetafrú.
Forseti Þýskalands kynnir sendinefnd Þjóðverja fyrir forseta Íslands.
Forseti Íslands gefur forseta Þýskalands og forsetafrú gjafir fyrir Íslands hönd.
Steinmeier, forseti Þýskalands, ávarpar fjölmiðlamenn á fundi á Bessastöðum.
Frá heimsókn forsetahjónanna í gallerí Ólafs Elíassonar í Marshall húsinu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar gesti í hádegisverði í Marshall húsinu.
Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur ávarpar gesti í Marshall húsinu.
Steinmeier, forseti Þýskalands, skrifar í gestabók í Alþingi að Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, viðstöddum.
Frá fundi forseta Þýskalands með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur á móti forseta Þýskalands og forsetafrú í Árbæjarsafni.
Forseti Þýskalands í sjónvarpsviðtali í Árbæjarsafni.
Forsetahjónin þýsku og þau íslensku ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara í Hörpu.
Forseti Íslands ávarpar gesti í hátíðarkvöldverði á Kolabrautinni í Hörpu.
Borgarstjóri, forsætisráðherra og fleiri gestir sem sóttu hátíðarkvöldverðinn í Hörpu.
Forstjóri og stjórnarformaður Orku náttúrunnar ávarpa gesti í Hellisheiðarvirkjun.
Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir frá eldvirkni Íslands í Lava Centre á Hvolsvelli.
Íslensku og þýsku forsetahjónin við Sólheimajökul.
Forsetahjónin ásamt skólakrökkum frá Hvolsvelli sem fylgst hafa með hopun Sólheimajökuls síðustu tíu árin.
Forseti Íslands og forsetafrú ásamt eigendum Slippsins, veitingahúss í Vestmannaeyjum.
Forsetahjónin íslensku og þýsku ganga um Vestmannaeyjabæ í fylgd bæjarstjórans.
Forsetahjónin ásamt áhöfn togarans Breka í Vestmannaeyjahöfn.
Forsetahjónin ræða við þekkta íþróttakappa við Íþróttamiðstöðina í Vestmannaeyjum.
Slegið á létta strengi með fótboltastelpum við fótboltavöllinn hjá Herjólfsdal.
Steinmeier, forseti Þýskalands, þiggur gjöf að skilnaði úr hendi Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja.
Þýsku forsetahjónin skoða gosminjasýninguna í Eldheimum.
Íslensku og þýsku forsetahjónin ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra.