Opinber heimsókn í Grundarfjarðarbæ
Heimsókn 31.10. 2019. Ljósmyndari: Tómas Freyr Kristjánsson.
Frá fundi forsetahjóna með bæjarstjóra og bæjarfulltrúum í ráðhúsi Grundarfjarðarbæjar.
Forseti og forsetafrú ásamt bæjarstjórn og bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar.
Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar, ásamt Alexander Frey sem afhenti gjöf frá skólanum.
Nemendur við Grunnskóla Grundarfjarðar hlýða á ávarp forseta Íslands.
Forseti skoðar muni hjá nemendum Grunnskólans í Grundarfirði á sýningunni Menningarmót.
Heilsað upp á hressan íþróttaáhugamann úr hópi nemenda.
Forsetahjón ásamt Sigurði Gísla skólastjóra, eiginkonu hans Höllu Karen og nemendum í 1. bekk.
Heilsað upp á krakka í unglingadeild Grunnskólans í Grundarfirði.
Forsetahjónin komu við í Eldhömrum, leikskóladeild Grunnskólans í Grundarfirði þar sem nemendur og starfsfólk var uppáklætt í tilefni af hrekkjavöku.
Forsetahjón ásamt helstu eigendum og stjórnendum fiskverkunar Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði.
Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri sýnir forsetahjónum fiskverkun G.Run. og hinn glæsilega tækjabúnað.
Forsetahjón og fleiri ásamt áhöfn Farsæls SH 30 sem gerður er út frá Grundarfirði.
Forsetahjón og bæjarstjóri heilsa upp á Hafstein Garðarsson hafnarstjóra.
Forsetafrúin bregður á leik í einum hinna stóru flutningabíla hjá Ragnar og Ásgeiri ehf.
Eigendur og nokkrir starfsmanna Ragnars og Ásgeirs, flutningafyrirtækis í Grundarfirði.
Forsetahjón heilsa upp á nemendur við Fjölbrautaskóla Snæfellinga; lengst til hægri er Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari.
Frá heimsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga; hér heilsar forseti upp á fjarnemendur á Patreksfirði.
Björg bæjarstjóri, Sólrún aðstoðarskólameistari, Hrafnhildur skólameistari og forsetahjón.
Með skátum og Mörtu Magnúsdóttur skátahöfðingja í Klifurhúsinu í Grundarfirði.
Heimsókn í Dvalarheimilið Fellaskjól - forsetafrúin spjallar við heimilisfólk.
Forseti spjallar við heimilisfólk í Dvalarheimilinu Fellaskjóli.
Málstofa um sjávarútvegsmál í Bæringsstofu í Grundarfirði.
Forsetahjón og aðrir gestir hlusta á stúlknabandið MÆK flytja nokkur lög á opnu kaffisamsæti í Sögumiðstöðinni.