Ríkisheimsókn til Póllands 2020
3.-5. mars 2020. Aðalljósmyndari: Wojciech Grzedzinski.
Forsetahjón Íslands og Póllands í móttökuathöfn við forsetahöllina í Varsjá.
Forsetar Íslands og Póllands kanna heiðursvörð við forsetahöllina í Varsjá.
Forsetahjónin hlýða á lúðrasveit hersins leika þjóðsöngva Íslands og Póllands.
Forsetahjón Íslands og Póllands fylgjast með heiðursverði flota, flughers og landhers Pólverja.
Forsetahjónin tvenn ræða saman í forsetahöllinni í Varsjá.
Forseti Íslands sýnir pólsku forsetahjónunum gjafir frá Íslendingum.
Frá fundi forsetanna með sendinefndum Íslendinga og Pólverja.
Menntamálaráðherrar Íslands og Póllands undirrita yfirlýsingu um aukið samstarf um pólskunám á Íslandi.
Forseti Íslands ávarpar fulltrúa fjölmiðla á fundi í forsetahöllinni.
Minningarkrans sem forseti lagði á gröf óþekkta hermannsins í miðborg Varsjár. (Ljósmynd: ÁS).
Herforingjar segja forseta frá minnismerkinu um óþekkta hermanninn.
Forseti kannar heiðursvörð á Piłsudski torgi í Varsjá.
Frá heimsókn forsetafrúar í Heyrnarsetrið í Varsjá. (Ljósmynd: Filip Błażejowski).
Forseti ávarpar fund Evrópska efnahagssvæðisins um styrki til jarðhitanýtingar og annarra umhverfisvænna verkefna í Póllandi.
Frá fundi á vegum Evrópska efnahagssvæðsins um umhverfisvænar framkvæmdir.
Fundur forseta og föruneytis hans með varaforseta pólska þingsins (Sejm) og nokkrum þingmönnum og starfsmönnum þingsins.
Forseti skoðar þingsal Sejm, pólska löggjafarþingsins. (Ljósmynd: ÁS).
Forsetafrú ávarpar gesti á fundi pólskra athafnakvenna. (Ljósmynd: Filip Błażejowski).
Frá heimsókn forsetahjóna í nýjar skrifstofur íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Meniga í Varsjá. (Ljósmynd: ÁS).
Íslensku forsetahjónin koma til hátíðarkvöldverðar í forsetahöllinni í Varsjá.
Forseti flytur borðræðu við háborðið í hátíðarkvöldverði í forsetahöllinni.
Forseti flytur erindi hjá ODHIR, Lýðræðis- og mannréttindastofnun ÖSE í Varsjá, á öðrum degi heimsóknar sinnar til Póllands.
Frá fundi frú Elizu með fulltrúum þýðenda- og rithöfundasamtaka í Varsjá. (Ljósmynd: Filip Błażejowski).
Fundur forseta með Marcin Palys, rektor Varjárháskóla, Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og fleirum.
Forseti flytur fyrirlestur um notkun og misnotkun menningararfs við Varsjárháskóla.
Forseti Íslands, Marcin Palys, rektor Varsjárháskóla, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Forsetahjón ganga með minningarkrans að minnismerki í Gdańsk. (Ljósmynd: Jerzy Pinkas).
Forsetahjón leggja krans að minnismerki um þá sem féllu í mótmælagöngu í Gdańsk árið 1970. (Ljósmynd: Jerzy Pinkas).
Forseti skoðar safn um mótmæli Samstöðu í Gdańsk ásamt Dariusz Drelich ríkisstjóra. (Ljósmynd: Jerzy Pinkas).
Forsetahjón ásamt fleiri gestum á sviðinu þar sem samið var um verkfallsrétt til handa Samstöðu. (Ljósmynd: Wojtek Figurski).
Forseti skrifar í minningabók í sögusafni í Gdańsk. (Ljósmynd: Wojtek Figurski).
Frá fundi forsetahjóna með Aleksöndru Dulkiewicz, borgarstjóra Gdańsk, í bókasafni Samstöðusetursins þar í borg. (Ljósmynd: Wojtek Figurski).
Forsetahjón ásamt Aleksöndru Dulkiewicz borgarstjóra. (Ljósmynd: Jerzy Pinkas).
Forsetahjónin skoða safn til minningar um baráttu Samstöðu í fylgd safnstjórans. (Ljósmynd: Jerzy Pinkas).
Forsetafrú ávarpar gesti í móttöku í Arhúrskauphöllinni í Gdańsk. (Ljósmynd: Wojtek Figurski).
Frá móttöku forsetahjóna í Artúrskauphöllini í miðborg Gdańsk. (Ljósmynd: Wojtek Figurski).
Forseti Íslands og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í nýju hafrannsóknaskipi Gdańsk háskóla. (Ljósmynd: Wojtek Figurski).
Siglt um hafnarsvæðið í Gdańsk. (Ljósmynd: Wojtek Figurski).
Frá viðræðufundi Háskóla Íslands og Háskólans í Gdańsk um borð í hafrannsóknaskipinu Oceanograf. (Ljósmynd: Wojtek Figurski).
Forseti ásamt tveimur fulltrúum Hafnarstofnunar Gdańskborgar. (Ljósmynd: Wojtek Figurski).
Forseti ávarpar fund um nýja tækni í skipasmíðum og matvælavinnslu sem Íslandsstofa stóð fyrir í Gdańsk. (Ljósmynd: Wojtek Figurski).
Forseti og forsetafrú bæta í safn bréfmiða með hugleiðingum um lýðréttindi í Samstöðusetrinu í Gdańsk. (Ljósmynd: Wojtek Figurski).
Forseti kynnir sér verkefni CTO skiparannsóknarstofunnar í Gdańsk. (Ljósmynd: ÁS).
Forsetafrú heimsækir Shakespeare leikhúsið í Gdańsk. (Ljósmynd: Dominik Paszliński).
Forsetafrúin ræðir við fulltrúa nýbúasamtaka í Gdańsk. (Ljósmynd: Dominik Paszliński).
Frú Eliza á fundi með fulltrúum nokkurra félagasamtaka í Shakespeare leikhúsinu í Gdańsk. (Ljósmynd: Dominik Paszliński).
Frá heimsókn forsetahjóna í Safn til minningar um heimsstyrjöldina síðari í Gdańsk. (Ljósmynd: Wojtek Figurski).