Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2021
Forseti afhendir árleg nýsköpunarverðlaun við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin í ár hlutu þau Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, og Ísól Sigurðardóttir, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. Markmið verkefnisins var að hanna og þróa frumgerð að hugbúnaði til þess að aðstoða skjólstæðinga meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi. Fimm önnur verkefni voru tilnefnd og hlutu viðurkenningar. Ljósmyndir: Una Sighvatsdóttir
Elva Björg Elvarsdóttir, Elva Lísa Sveinsdóttir, Hildur Lovísa Hlynsdóttir, Sara Margrét Jóhannesdóttir og Kristín Rós Sigurðardóttir hlutu viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið Aukið aðgengi að hugrænni atferlismeðferð (HAM): Hugmynd að borðspili.
Bjarki Freyr Sveinbjarnarson og Hafþór Hákonarson hlutu viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið Heilaörvun með nýtingu vefþjóns.
Ihtisham Ul Haq Shami og Sif Guðjónsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið Hreinsun skólps með himnum á Íslandi.
Bethany Erin Vanderhoof og Þórður Ágúst Karlsson hlutu viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið Óróasjáin “Tremv” - Ný forritseining fyrir jarðskjálftakerfið SeisComP.