Framlínufólk í sóttvörnum heimsótt
Forseti og forsetafrú heimsækja nokkra vinnustaði sem tengjast sóttvarnastarfi undanfarinna mánaða á höfuðborgarsvæðinu. Forsetahjónin færðu starfsmönnum allra þesssara fyrirtækja og stofnana þakkir fyrir hið góða framlag þeirra í baráttunni gegn covid-farsóttinni.
Forseti og forsetafrú hlýða á kynningu Jóhanns B. Skúlasonar á starfsemi rakningarteymisins.
Fréttamaður RÚV ræðir við forsetahjónin um heimsóknir þeirra til framlínufólks í sóttvarnastarfi.
Forsetahjón ásamt rakningarteymi Almannavarna, Ölmu Möller landlækni og fleirum.
Forsetahjón í hópi starfsmanna farsóttarhússins á Rauðarárstíg; við hlið hjónanna standa Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, og Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa.
Kári Stefánsson segir frá aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að baráttunni gegn farsóttarveirum.
Hádegisverðarfundur hjá Íslenskri erfðagreiningu með Kára Stefánssyni og fleiri stjórnendum fyrirtækisins.
Páll Gestsson verkfræðingur sýnir forsetahjónum tækjabúnað hjá Íslenskri erfðagreiningu; lengst til hægri stendur Unnur Þorsteinsdóttir, forstöðumaður erfðarannsókna.
Forsetahjón með Gísla Herjólfssyni, forstjóra Controlant, og fleirum úr hópi stjórnenda fyrirtækisins.
Forseti og forsetafrú fræðast um gæðavöktunarkerfi Controlant hjá David McCabe teymisstjóra vöktunar- og viðbragðsþjónustu og Ingimar Guðrúnarsyni vöktunarsérfræðingi.
Erlingur Brynjólfsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs, sýnir forsetahjónunum hvernig vöktunarbúnaður Controlant getur nýst við flutning á bóluefni.
Nokkrir af starfsmönnum Controlant segja forsetahjónum frá eftirlitstækjum sem sett eru saman hjá fyrirtækinu í Smáralind.
Nokkrir af stjórnendum Controlant kveðja forsetahjónin við lok heimsóknar til fyrirtækisins.
Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri segir frá starfsemi Distica í Garðabæ.
Birgir Hrafn Hafsteinsson segir frá vörustjórnun og verkferlum hjá innflutningsfyrirtækinu Distica.