Opinber heimsókn til Slóvakíu
Opinber heimsókn forsetahjóna til Slóvakíu dagana 27. - 28. október 2022. Með þeim í för voru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, auk embættismanna og fulltrúa frá skrifstofu forseta. Þá fylgdi forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu sem hyggjast efla samstarf við Slóvaka á sviði jarðhitanýtingar, rannsókna og nýsköpunar.