Wacken þungarokkshátíðin
Forseti er heiðursgestur á tónlistarhátíðinni Wacken Open Air í Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi. Hátíðin er sú stærsta í heimi meðal viðburða þar sem þungarokk er í forgrunni. Að þessu sinni spila fjórar íslenskar hljómsveitir á hátíðinni og hafa Íslendingar aldrei átt jafnmarga fulltrúa á Wacken Open Air. Ljósmyndir: Una Sighvatsdóttir.