Fálkaorðuhafar á Bessastöðum 1. janúar 2024
Nýir handhafar heiðursmerkis hinnar íslensku fálkaorðu þann 1. janúar 2024. Ljósmyndir: Una Sighvatsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir knattspyrnuþjálfari, riddarakross fyrir framlag til kvennaknattspyrnu og annarra íþrótta.
Erna Sif Arnardóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og svefnfræðingur, riddarakross fyrir framlag til nýsköpunar og svefnrannsókna.
Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi, riddarakross fyrir störf í þágu samfélags og mannúðar.
Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöðinni í Vík, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu og sveitarstjórnar- og félagsstarfa í heimabyggð.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður, riddarakross fyrir heimildamynda- og þáttagerð og framlag til vitundarvakningar á sviði jafnréttismála.
Jenný Karlsdóttir, handverkskona og kennari, riddarakross fyrir framlag til varðveislu íslenskrar alþýðu- og handverksmenningar.
Karel Ingvar Karelsson, fyrrverandi skipstjóri, riddarakross fyrir framlag til sjómennsku ungs fólks og eflingar sjómannastéttarinnar.
Knútur Rafn Ármann, framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf á sviði matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og atvinnuuppbyggingar.
Margrét Bóasdóttir, söngkona og söngstjóri, riddarakross fyrir framlag til tónlistarflutnings og kórmenningar.
Reynir Pétur Steinunnarson garðyrkjubóndi, riddarakross fyrir afrek og framgöngu í þágu fatlaðra.
Sigurður Harðarson rafeindavirkjameistari, riddarakross fyrir störf á sviði fjarskipta- og öryggismála í þágu björgunarsveita, lögreglu og brunavarna.