Opinber heimsókn til Georgíu
Opinber heimsókn forseta Íslands til Georgíu í boði Salome Zourabichvili, forseta Georgíu. Þetta var fyrsta heimsókn af því tagi til Georgíu og var henni ætlað að efla tengsl þjóðanna, meðal annars með aukinni samvinnu á sviði loftslagsmála og grænna lausna. Auk tvíhliða funda með stjórnvöldum var efnt til viðskiptaþings og vatnsaflsvirkjun Landsvirkjunar og Verkís heimsótt. Einnig flutti forseti aðalerindi á alþjóðlegri ráðstefnu og fyrirlestur við Tbilisi-háskóla.