Kæru landsmenn: Á Safnanótt á föstudagskvöld verður opið hús hér á Bessastöðum eins og fyrri daginn síðustu ár. Við hjónin bjóðum gestum að líta við, ganga um húsakynnin og kynna sér sögu staðarins. Opið verður kl. 19:00-22:00. Við hlökkum til að hitta ykkur!
Til fróðleiks og gamans er hér hlekkur á myndasyrpu frá Safnanótt fyrir þremur árum.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 6. febrúar 2020.