„Fullkomnasta skip íslenska flotans.“ Þannig komst Guðmundur skipherra Kjærnested að orði þegar varðskipið Týr kom til landsins í mars 1975. Þetta nýja flaggskip Landhelgisgæslunnar reyndist afar vel í þeim átökum sem þá voru í vændum, síðasta þorskastríðinu þegar efnahagslögsaga Íslands var færð út í 200 sjómílur og berjast þurfti við erlenda landhelgisbrjóta. Kom þá til átaka við bresk herskip og dráttarbáta. Í þeirri orrahríð stóð áhöfn Týs fyrir sínu, rétt eins og aðrir liðsmenn Gæslunnar. Í dag lauk síðustu ferð þessa notadrjúga varðskips okkar. Saga þess og þeirra, sem sinntu sínum störfum um borð í þjóðarþágu, mun lifa.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 15. nóvember 2021.