Fréttapistill | 11. jan. 2022

Nýársheit

Ég ítreka óskir til ykkar allra um farsæld á nýju ári. Nýársheit eru ekki endilega lykill að góðu gengi en ég hef þó einsett mér að halda áfram að hreyfa mig, njóta náttúrunnar á göngu, hlaupum eða hjóli.

Hér fylgja myndir úr Heiðmörk og af selnum vini mínum í Lambhúsatjörn (friðaða hlutanum). Innan dyra hlotnaðist mér sá heiður í gær að taka á móti nýju riti um sögu Hæstaréttar Íslands.

Ég óska Arnþóri Gunnarssyni, höfundi verksins, til hamingju með vel unnið verk og öllum öðrum sem að því koma. Í bókinni er fjallað af sanngirni og hreinskilni um réttinn í blíðu og stríðu. Svona verk hefði vart getað komið út fyrir nokkrum áratugum. Margt mótast og þróast í rétta átt í okkar samfélagi.

Birtist fyrst á Facebook-síðu forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar