Samstöðumessa með Úkraínu var haldin í dómkirkjunni í dag. Í ávarpi mínu ítrekaði ég að á Íslandi stöndum við með öllum sem leita friðar. Við stöndum með þeim sem þurfa að verjast ofbeldi. Við stöndum með þeim sem vilja búa í frjálsu lýðræðissamfélagi. Við skulum eiga þá von að ófriðnum í Úkraínu ljúki senn og við skulum eiga þá von að samstaða okkar stuðli að réttlátum lyktum þar sem nú er barist og varist.
Skilaboð mín til Úkraínumanna á Íslandi og Íslendinga af úkraínskum uppruna má sjá hér á úkraínskri tungu, en ávarpið í heild má lesa hér.