Ég óska Söru Björk Gunnarsdóttur hjartanlega til hamingju; hún varð í kvöld Evrópumeistari í knattspyrnu í annað sinn með liði sínu, Olympique Lyonnais. Engum Íslendingi hefur tekist að vinna tvisvar til þeirra verðlauna og mikið verður nú gaman að fylgjast með Söru og félögum í landsliði Íslands á Evrópumótinu í sumar. Aftur til hamingju!
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 21. maí 2022.