Blóðgjöf er lífgjöf. Á alþjóðadegi blóðgjafa er gott að minna á þau sannindi. Blóðbankann okkar bráðvantar núna blóð í öllum flokkum til bjargar þeim sem á því þurfa að halda.
Konur eru sérstaklega hvattar til að láta ekki sitt eftir liggja, því hér á landi eru áberandi fáar konur í hópi blóðgjafa. Við Eliza erum bæði virkir blóðgjafar og fögnum því að geta látið gott af okkur leiða með svo einföldum hætti. Koma svo, öll sem geta!
Hér er einfalt próf sem segir til um hvort þú getir gefið blóð: https://www.blodbankinn.is/
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 14. júní 2022.