Mikið var gaman að bjóða fólki á Bessastaði á laugardag. Við Eliza Reid þökkum kærlega öllum sem litu við og öllu starfsliðinu sem hjálpaði við að taka á móti gestum okkar. Við vorum sæmilega heppin með veður þótt það hafi blásið aðeins, en það eru reyndar engin tíðindi á Álftanesinu. Væntanlega verður opið hús næst á menningarnótt.
Fleiri myndir frá opnu húsi má sjá á vef embættisins: https://www.forseti.is/myndasafn/18-06-2022-myndasafn-opið-hús-á-bessastoeðum-18-júní-2022/
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 20. júní 2022.