Fréttapistill | 06. ágú. 2022

Hinsegin dagar ná hápunkti sínum

Hinsegin dagar ná hápunkti sínum í dag með Gleðigöngunni litríku um miðborg Reykjavíkur. Gönguleiðin endar í Sóleyjargötu, þar sem regnbogafáninn hefur blaktað við skrifstofu forsetaembættisins síðustu daga í tilefni þessarar menningar- og mannréttindahátíðar hinsegin fólks.

Undanfarið höfum við verið óþyrmilega minnt á nauðsyn þess að halda áfram baráttunni fyrir sjálfsögðum rétti fólks til að vera það sjálft. Við Eliza Reid tókum bæði þátt í opnun Hinsegin daga fyrr í vikunni og hvetjum öll þau, sem tök hafa á því, til að láta sjá sig í gleðigöngunni og fagna fegurðinni í fjölbreyttu og frjálsu mannlífi.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 6. ágúst 2022.

  • Regnbogafáninn við Staðastað, skrifstofu forseta Íslands. Ljósmynd: Una Sighvatsdóttir
  • Ásamt stjórn Hinsegin daga við opnunarhátíðina í Gamla bíói. Ljósmynd: Una Sighvatsdóttir
  • Eliza Reid tekur þátt í málningu regnbogagötunar við setningu Hinsegin daga.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar