Fréttapistill | 16. ágú. 2022

Glæsileg varðskip kveðja eftir dygga þjónustu

Glæsileg varðskip kveðja eftir dygga þjónustu. Ægir og Týr stóðu í ströngu í þorskastríðum á síðustu öld og dugðu einnig vel við björgunarstörf. Nú er landhelgissögu þeirra lokið. Skipverjar að fornu og nýju eiga þakkir skildar fyrir störf í þjóðarþágu.

Og senn koma önnur tímamót í landhelgissögunni: Hinn 1. september verður liðin hálf öld frá því að fiskveiðilögsaga Íslands var færð út í 50 sjómílur. Þá var stutt í átök við Breta á hafi úti og af því er auðvitað merk saga.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 16. ágúst 2022.

  • Ljósmyndir: Árni Sæberg
  • Ljósmyndir: Árni Sæberg
  • Ljósmyndir: Árni Sæberg
  • Ljósmyndir: Árni Sæberg
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar