Fréttapistill | 23. ágú. 2022

Fyrsta flugið með rafflugvél

Mér hlotnaðist í dag sá heiður að vera með í fyrstu formlegu ferð rafflugvélar á Íslandi. Ég sat við hlið Matthíasar Sveinbjörnssonar, flugmanns og forseta Flugmálafélags Íslands, og fórum við stuttan hring frá Reykjavíkurflugvelli, yfir Álftanes og Bessastaði og svo til baka.

Táknrænt var að við flugum m.a. yfir heimili Alfreðs Elíassonar og Kristjönu Millu Thorsteinsson; Alfreð var meðal helstu frumkvöðla í flugsögu Íslands. Einnig var táknrænt að við vorum í Vatnsmýrinni því að þar hóf flugvél sig fyrst á loft á Íslandi, síðsumars árið 1919.

Táknrænast er þó að með þessari flugferð í dag hófust orkuskipti í háloftunum hér á landi og því ber svo sannarlega að fagna. Mjór er mikils vísir en til hamingju með daginn!

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 23. ágúst 2022.

  • Fyrsta flugið með rafflugvél á Íslandi. Ljósmynd: Ingibjörg Friðriksdóttir
  • Fyrsta flugið með rafflugvél á Íslandi. Ljósmynd: Ingibjörg Friðriksdóttir
  • Fyrsta flugið með rafflugvél á Íslandi. Ljósmynd: Ingibjörg Friðriksdóttir
  • Fyrsta flugið með rafflugvél á Íslandi. Ljósmynd: Ingibjörg Friðriksdóttir
  • Fyrsta flugið með rafflugvél á Íslandi. Ljósmynd: Ingibjörg Friðriksdóttir
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar