Fréttapistill | 30. ágú. 2022

Ánægjuleg opinber heimsókn til Slóveníu

Ánægjulegri opinberri heimsókn til Slóveníu er nú lokið. Í höfuðborginni Ljubljana tóku forsetahjónin, Borut og Tanja Pahor, höfðinglega á móti okkur Elizu og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem einnig var með í för.

31 ár er nú liðið síðan stjórnmálasamband var tekið upp milli Íslands og Slóveníu og eiga þessi tvö smáríki Evrópu ýmissa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Fleiri myndir og fregnir frá Slóveníu má sjá á vef forsetaembættisins www.forseti.is

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 30. ágúst 2022.

  • Heiðursvörður og höfðinglegar móttökur frá Borut Pahor, forseta Slóveníu, í höfuðborginni Ljubljana.
  • Í forsetahöll Slóveníu ásamt forsetahjónunum Borut og Tönju Pahor.
  • Fundur í þinghúsi Slóveníu ásamt forseta þingsins, Urška Klakočar Zupančič.
  • Leiðtogaumræður á alþjóðlegu ráðstefnunni Bled Strategic Forum ásamt forsætisráðherrum Króatíu, Slóveníu og Albaníu og forseta Moldóvu.
  • Siglt út í Bled-eyju á samnefndu vatni í Slóveníu.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar