Fréttapistill | 01. sep. 2022

Merkur dagur í þjóðarsögunni

Merkur dagur í þjóðarsögunni. Fyrir hálfri öld, hinn 1. september 1972, var fiskveiðilögsaga Íslands færð út í 50 sjómílur. Bretar og fleiri mótmæltu og um síðir ösluðu bresk herskip á miðin.

Þorskastríð var háð og við höfðum betur, meðal annars vegna þess að varðskipsmenn beittu togvíraklippum gegn landhelgisbrjótunum. Þróun hafréttar, samúð með smáþjóð og hernaðarmikilvægi Íslands í köldu stríði hafði einnig sín áhrif. Þessarar sögu má núna minnast. Til hamingju með daginn, kæru landsmenn.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 1. september 2022.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar