Fréttapistill | 02. sep. 2022

Komum öll út að hlaupa, skokka eða ganga!

Komum öll út að hlaupa, skokka eða ganga!

Á morgun, laugardag, verður skemmtilegt almenningshlaup úti á Álftanesi, Forsetahlaupið. Það er hluti af Íþróttaveislu Ungmennafélags Íslands og tengist aldarafmæli Ungmennasambands Kjalarnesþings.

Leiðin liggur meðal annars að Bessastöðum og ég hvet öll sem á því hafa tök að slást í lið með mér og mörgum fleirum. Góðu veðri er spáð, frítt fyrir ungmenni undir 16 ára aldri og svo væri tilvalið að skella sér í hina frábæru Álftaneslaug á eftir.

Á myndinni má sjá útihlaup mitt með forseta Slóveníu, Borut Pahor, umhverfis stöðuvatnið Bled fyrr í vikunni.

Nánari upplýsigar um Forsetahlaupið má sjá hér: https://fb.me/e/1PrDgSDCY

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 2. september 2022.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar