Hálf öld er í dag liðin frá andláti Ásgeirs Ásgeirssonar. Hann var forseti Íslands árin 1952-1968, sá fyrsti sem kjörinn var í almennum kosningum (Sveinn Björnsson var kosinn af þingheimi árið 1944 og sjálfkjörinn síðar).
Ásgeir var farsæll forseti og mótaði embættið á sinn hátt með Dóru Þórhallsdóttur, eiginkonu sína, sér við hlið. Á Bessastöðum má enn sjá hvaða svip Ásgeir forseti setti á staðinn og nefni ég þar sérstaklega steindu gluggana í Bessastaðakirkju. Þeim var komið fyrir árið 1956 í tilefni sextugsafmælis hans.
Ljósmyndir frá forsetatíð Ásgeirs Ásgeirssonar má sjá á vef embættisins: https://www.forseti.is/myndasafn/myndasafn-ásgeir-ásgeirsson/
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 15. september 2022.