Fréttapistill | 21. sep. 2022

Gaman að fá góða gesti

Það er svo gaman að fá góða gesti, innlenda sem erlenda. Í dag kom hingað á Bessastaði öflugur kór frá Ungverjalandi og söng tvö lög svo unun var á að hlýða.

Með í för var Íslandsvinurinn góði, Ferenc Utassy. Hann bjó hér á landi um árabil, var organisti, sjómaður og margt fleira, talar lýtalausa íslensku og er núna aðalkjörræðismaður Íslands í Búdapest.

Fyrir hans tilstilli syngur hinn ungverski kór líka á svo til lýtalausri íslensku, eins og heyra má hér í lagi Páls Ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar, Úr útsæ rísa Íslands fjöll. Takk fyrir komuna og sönginn, kæru vinir að utan!

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 21. september 2022.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar