Fréttapistill | 24. sep. 2022

Smalamennska á Snæfellsnesi

Mikið var gaman að vera með í smalamennsku í gær. Ég slóst í hóp heimafólks af nokkrum bæjum auk Kristins Jónassonar, bæjarstjóra í Snæfellsbæ, og saman rákum við fé til byggða úr Furudal í Staðarsveit.

Ekki er ég reyndur smali og kvaðst vona að ég myndi ekki bara þvælast fyrir. Það er nú einmitt tilgangurinn, var þá svarað. Þetta var yndislegur dagur, veðrið ágætt og félagsskapurinn ekki síðri. Í göngum af þessu tagi sannast mikilvægi samvinnu heldur betur. Og Furudalur er fagur, útsýnið indælt í gær og rollurnar meðfærilegar, flestar hverjar. Já, Ísland er gott land.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 24. september 2022.

  • Smalamennska í Furudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Ljósmynd: Skrifstofa forseta Íslands / Una Sighvatsdóttir
  • Smalamennska í Furudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Ljósmynd: Skrifstofa forseta Íslands / Una Sighvatsdóttir
  • Smalamennska í Furudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Ljósmynd: Skrifstofa forseta Íslands / Una Sighvatsdóttir
  • Smalamennska í Furudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Ljósmynd: Skrifstofa forseta Íslands / Una Sighvatsdóttir
  • Smalamennska í Furudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Ljósmynd: Skrifstofa forseta Íslands / Una Sighvatsdóttir
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar