Hjartadagshlaupið var haldið í Kópavogi gær í ágætis veðri, smá golu sem við hlaupararnir létum ekki á okkur fá. Alþjóðlegi hjartadagurinn er haldinn í yfir 120 löndum á hverju ári til að auka vitund almennings um ógnir hjarta- og æðasjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshætti. Takk öll, menn og dýr, sem tókuð sprettinn með mér í fyrstu haustlægðinni.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 25. september 2022.