Úkraínumenn á Íslandi efna til hátíðar í Kolaportinu nú um helgina þar sem þau vilja koma á framfæri þakklæti sínu til Íslendinga fyrir góðar móttökur og stuðning eftir innrás Rússa í land þeirra.
Mér hlotnaðist sá heiður í dag að taka þátt í afhjúpun nýs vegglistaverks úkraínskra listamanna við Laugaveg 36 í Reykjavík, og naut bæði tónlistar, dans og matar frá Úkraínu í Kolaportinu. Þá tók ég einnig við táknrænu þakklætisskjali frá Úkraínumönnum fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Hátíðin heldur áfram á morgun og hvet ég öll sem færi hafa á að líta þar inn og njóta gestrisni Úkraínumanna á Íslandi.
Fleiri myndir má sjá hér: https://www.forseti.is/fréttir/2022-10-08-úkraína-þakkar-Íslandi/
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 8. október 2022.