Við Hákon krónprins Noregs nutum þess mjög að ganga um gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í blíðviðrinu í gær. Kristín Jónsdóttir eldfjallafræðingur fræddi okkur um eldsumbrotin og krónprinsinn hafði á orði að landslagið þarna væri engu líkt. Um kvöldið buðum við Eliza honum og hans föruneyti til kvöldverðar á Bessastöðum. Ég óska Hákoni krónprins góðrar heimferðar og þakka góð kynni nú sem endranær.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 13. október 2022.