Fréttapistill | 13. okt. 2022

Með Hákoni krónprinsi að gosstöðvunum

Við Hákon krónprins Noregs nutum þess mjög að ganga um gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í blíðviðrinu í gær. Kristín Jónsdóttir eldfjallafræðingur fræddi okkur um eldsumbrotin og krónprinsinn hafði á orði að landslagið þarna væri engu líkt. Um kvöldið buðum við Eliza honum og hans föruneyti til kvöldverðar á Bessastöðum. Ég óska Hákoni krónprins góðrar heimferðar og þakka góð kynni nú sem endranær.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 13. október 2022.

  • Gengið upp að gosstöðvunum við Fagradalsfjall ásamt Hákoni krónprins Noregs. Ljósmynd: Skrifstofa forseta Íslands/Una Sighvatsdóttir
  • Gengið upp að gosstöðvunum við Fagradalsfjall ásamt Hákoni krónprins Noregs, með leiðsögn Kristínar Jónsdóttur eldfjallafræðings. Ljósmynd: Skrifstofa forseta Íslands/Una Sighvatsdóttir
  • Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs Hákoni krónprins Noregs. Ljósmynd: Skrifstofa forseta Íslands / Una Sighvatsdóttir
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar