Við Eliza þökkum innilega fyrir þá gestrisni og góðvild sem mætti okkur í opinberri heimsókn okkar á Akranes í gær. Við hittum unga sem aldna, kynntum okkur nýsköpun og sögu, nutum hlýju bæjarbúa og ég „naut“ þess að svamla við Langasand með öflugu sjósundsfólki á Skaganum, en mikið var svo notalegt að fá yl í kroppinn hjá henni Guðlaugu. Það er magnað mannvirki. Myndir af ferð okkar segja meira en mörg orð og sjá má myndasafn frá heimsókn okkar hér: Opinber heimsókn á Akranes.
Ég ítreka þakkir okkar til Skagamanna og óska þeim velfarnaðar og gleðilegra jóla – eins og landsmönnum öllum!
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.