Svekkjandi úrslit hjá strákunum okkar í handboltanum í kvöld. Samt enginn heimsendir og mér finnst að við eigum að styðja þá áfram í blíðu og stríðu. Það er auðveldasti hlutur í heimi að fagna og vera með í fjörinu þegar vel gengur en svo þarf að sýna styrk þegar á móti blæs. Velgengni á móti ræðst ekki endilega á úrslitum eins leiks. Lærum af mistökunum, áfram gakk og áfram Ísland!
(Sem betur fer mætum við bara góðum liðum þarna úti, ólíkt því sem ég reyndi á barnsaldri á mínum handboltaferli eins og lesa má í dagbók þeirra ára).
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.