Mikið er gaman að afhenda tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, að ekki sé minnst á verðlaunin sjálf! Maður fyllist bjartsýni og sér hvernig við getum bætt samfélagið í krafti nýsköpunar og rannsókna, þekkingar og fræða. Um leið og ég ítreka heillaóskir til verðlaunahafa og þeirra sem tóku við tilnefningum hér á Bessastöðum hvet ég ykkur öll til að kynna ykkur öndvegisverkefnin sem þar voru kynnt í dag. Áfram alvöru nýsköpun!
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.