Í tilefni Safnanætur á Vetrarhátíð verður opið hús hér á Bessastöðum annað kvöld, föstudaginn 3. febrúar, milli klukkan 19 og 22. Gestum býðst að ganga um þjóðhöfðingjasetrið og kynna sér sögu þess og innanstokksmuni. Utandyra verður kvikmyndum varpað á gafl Bessastaðakirkju, það er samantekt frá Kvikmyndasafni Íslands sem sýnir íslenskt mannlíf í embættistíð nokkurra fyrrverandi forseta. Ég hlakka til að taka á móti þeim sem hafa tök á að renna við og minni einnig á aðra spennandi viðburði á Safnanótt, af nógu er að taka.
Myndin er frá Menningarnótt 2022, þegar síðast var opið hús hér á Bessastöðum. Rétt er að nefna að spáð er hvössu votviðri annað kvöld og mikilvægt að búa sig í samræmi, en Bessastaðastofa verður þeim mun notalegri þegar inn er komið.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 2. febrúar 2023.