Við hjónin hugsum hlýtt til Norðfirðinga eftir snjóflóðin sem féllu í nótt. Margt fólk hefur þurft að yfirgefa heimili sín í öryggisskyni og björgunarsveitir sinna mikilvægum störfum, auk annarra á vettvangi. Einnig er verið að rýma hús á Seyðisfirði og hætt er við snjóflóðum á öllum Austfjörðum. Enn erum við minnt á að við búum í nánd við náttúruöfl sem geta verið óblíð. Ég ítreka góðar kveðjur og þakkir til allra sem sinna nú hjálp í viðlögum.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.