Á frídegi verkalýðsins sendi ég landsmönnum öllum heillaóskir. Heil öld er nú liðin frá því að verkafólk fjölmennti í fyrsta sinn í göngu og krafðist bættra kjara. Við megum muna að ýmis réttindi, sem flestum eða nær öllum þykja sjálfsögð í dag, voru gjarnan sögð mesta óhæfa fyrir hundrað árum. Þrátt fyrir allt, sem enn fer miður og bæta þarf, höfum við gengið til góðs í íslensku samfélagi.
Myndin mun vera frá fyrstu kröfugöngunni í Reykjavík 1. maí 1923.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.