Gleðilegan kvenréttindadag, kæru landsmenn! Þennan dag árið 1915 staðfesti Kristján X. konungur stjórnarskrárbreytingu og fengu konur 40 ára og eldri þá kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Síðan hefur margt áunnist þótt enn sé verk að vinna þannig að fullt jafnrétti kynjanna ríki á öllum sviðum í raun og veru. Nú þarf meira að segja að huga sérstaklega að vanda drengja í menntakerfinu en árið 1915 var fátítt að stúlkur nytu framhaldsmenntunar. Réttlæti, sanngirni og jafnrétti eiga að haldast í hendur. Aftur til hamingju með daginn, góðar stundir.
Myndin er tekin á Vopnafirði með íslenskum kvenskörungum á ýmsum aldri.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.