Fréttapistill | 03. júlí 2023

Goslokahátíð

Ég þakka þann heiður að taka þátt í opnunarviðburði goslokahátíðar í Vestmannaeyjum í dag, 50 árum frá því að lýst var yfir að hamförunum miklu á Heimaey væri lokið. Hingað sigldi ég um nótt sem leið með varðskipinu Óðni, sem á sínum tíma gegndi lykilhlutverki í öllum aðgerðum á meðan gosinu stóð. Ég kann áhöfn Óðins þakkir fyrir gott atlæti og þakka Eyjamönnum fyrir gestrisni þeirra og góðvild nú sem endranær. Sama gerir Eliza sem er með mér hér á eyjunni fögru.

Við fögnum því nú með gleði í hjarta að hörmungunum linnti. Við fögnum goslokum og horfum björtum augum fram á veg. En söguna alla skulum við geyma og segja í öllum sínum blæbrigðum. Þannig verður best tryggt að við lærum af henni. Þannig tryggjum við að næstu kynslóðir njóti góðs af fenginni reynslu, þau sem næst þurfa að mæta vá og vanda. Sagan af gosinu í Heimaey minnir okkur á mikilvægi seiglu, dugnaðar og samstöðu í öflugum samfélögum. Vestmannaeyjar munu rísa, sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra á sínum tíma. Það reyndust orð að sönnu.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 3. júlí 2023.

  • Myndina tók Sigurjón Einarsson af Heimaey þann 25. janúar 1973.
  • Setning goslokahátíðar á skansinum í Heimaey, 50 árum frá goslokum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson.
  • Setning goslokahátíðar á skansinum í Heimaey, 50 árum frá goslokum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson.
  • Siglt með varðskipinu Óðni, fyrsta safnskipi Íslendinga, til Vestmannaeyjahafnar í tilefni goslokahátíðar. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar