Gaman er vita til þess að gönguleiðin að gosinu við Litla-Hrút er opin fólki á ný, hætta af gasi og reyk liðin hjá. Stígur að eldsumbrotunum er víst nokkuð þægilegur. Ég lagði ekki leið mína þangað í dag en hélt til Grindavíkur, hitti þar forystusveit björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, Fannar bæjarstjóra Jónasson og fleira gott fólk sem hefur staðið í ströngu undanfarna daga. Sá starfi er alls ekki sjálfgefinn.
Margir Íslendingar og ferðalangar vilja að sjálfsögðu berja þessar náttúruhamfarir augum og því má þakka fyrir atbeina allra þeirra sem stuðla að því að það sé hægt og aðstoð í boði ef eitthvað fer úrskeiðis. Því segi ég takk, björgunarsveitarfólk og þið öll sem sinnið hjálp í viðlögum þegar á þarf að halda. Nú er ég haldinn í stutt fjölskyldufrí til Kanada en kraumi eldgosið enn eftir það er aldrei að vita nema maður skundi að Litla-Hrúti.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 17. júlí 2023.