Mikið var gaman að taka í dag á móti fulltrúum Íslands á Evrópumótinu í iðn- og verkgreinum sem haldið var í Gdansk í Póllandi fyrir skemmstu. Keppendur okkar stóðu sig með sóma og nutu atbeina einvalaliðs héðan, þjálfara, liðsstjóra og annarra. Um leið er svo gaman að sjá hvernig vegur iðn- og verkgreina hefur eflst á Íslandi.
Við þurfum að geta boðið upp á fjölbreytt nám sem hæfir óskum og vonum hvers og eins. Þannig fær fólk að sýna hvað í því býr, sjálfu sér og öðrum til heilla. Aftur til hamingju, frábæru fulltrúar Íslands!
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 21. september 2023.