Óvíða er haustlitadýrðin eins mögnuð og á Þingvöllum, þjóðarstað okkar Íslendinga. Í morgun naut ég þess að ganga um þjóðgarðinn með Einari Sæmundsen þjóðgarðsverði. Í leiðinni ræddum við meðal annars 80 ára afmæli lýðveldisins næsta sumar og önnur tímamót framundan. Á morgun er boðaður fundur í ríkisráði á Bessastöðum en ég hvet þau ykkar sem tök hafa á að njóta útiveru og haustlitanna, á meðan þeir endast. Góða helgi.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.