Mikið var gaman að taka á móti listafólki á Bessastöðum í gær! Hátíðin List Án Landamæra er nú haldin í tuttugasta sinn hér á landi. Í tilefni afmælisins buðum við listafólki og aðstandendum hátíðarinnar til móttöku og fögnuðum fjölbreytninni. Fjöldi íslenskra og erlendra listamanna tekur þátt í þessum frábæra viðburði þar sem áhersla er lögð á að í öflugu samfélagi megi allt fólk fá tækifæri til að sýna hvað í því býr á eigin forsendum, sjálfu sér og öðrum til heilla.
Fleiri myndir frá móttöku Listar án landamæra á Bessastöðum má sjá hér.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 23. október 2023.